Tenglar

17. janúar 2012 |

Handverksfélagið Assa: Opið hús á ný

Handverksfélagið Assa í Reykhólahreppi byrjar enn á ný með Opnu húsin sín í Vogalandi í Króksfjarðarnesi klukkan 20 í kvöld. Þau verða síðan annað hvert þriðjudagskvöld fram á vor. Allir eru velkomnir og ekki þarf að vera skráður félagi. Þarna er tilvalið að koma með prjónana, saumadótið, skrappið og kortin eða bara til að spjalla. Yfirleitt stendur þetta í tvo til tvo og hálfan tíma og öllum er frjálst að koma og fara hvenær sem er.

 

Össufólk hvetur áhugasama(r) til að skrifa hjá sér dagsetningar Opnu húsanna fram á vorið: 

  • 17. og 31. janúar
  • 14. og 28. febrúar
  • 13. og 27. mars
  • 10. og 24. apríl

Stjórn Össu skipa eftirtalin og veita þau jafnframt nánari upplýsingar: Sóley Vilhjálmsdóttir, formaður, Erla Björk Jónsdóttir, gjaldkeri, og Sveinn Ragnarsson, ritari.

 

02.01.2012  Assa útdeilir ágóðanum

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31