17. september 2010 |
Handverksfélagið Assa í Króksfjarðarnesi um helgina
Markaður handverksfélagsins Össu í Króksfjarðarnesi verður opinn núna um helgina, 18.-19. september, kl. 14-18 báða dagana. Fyrir utan kaffisölu og vöfflur verður handverk, bækur og nytjahlutir í boði.
Föndurkvöld verða í vetur í Kaupfélaginu í Nesi aðra hverja viku á miðvikudögum frá kl. 20 og byrja næsta miðvikudag, 22. september. Allir velkomnir.