2. mars 2010 |
Handverksfélagið Assa með tálgunámskeið
Handverksfélagið Assa í Reykhólahreppi áformar að gangast fyrir helgarnámskeiði til að læra að tálga úr tré og beini, svo sem ýmsa nytjahluti, dýr og fugla. Námskeiðið verður í Kaupfélagshúsinu í Króksfjarðarnesi. Það gæti orðið 6.-7. mars eða 13.-14. mars og þá frá kl. 11 til 16 báða dagana. Þátttaka ræður því hvor helgin yrði nýtt og jafnvel báðar ef með þarf. Kennari er Helgi Bjarnason.
Kostnaður er aðeins 2.500 á mann og efni og verkfæri innifalin. Félagar í Össu hafa forgang en þátttaka er annars öllum heimil.
Þátttaka tilkynnist fyrir fimmtudag til Guðbjargar (434 7749) eða Jónu Valgerðar (434 7754).
Elín Kristín Einarsdóttir, mivikudagur 03 mars kl: 09:11
já ég mæti að þetta sko