Tenglar

18. maí 2017 | Sveinn Ragnarsson

Handverksmarkaðurinn í Nesi opnaður á laugardag

1 af 2

Á laugardag, 20. maí, verður opnaður markaðurinn í Nesheimum í Króksfjarðarnesi. Nesheimar er nýtt heiti á kaupfélagshúsinu, sem hefur ekki átt neitt nafn annað en Kaupfélagið, þau 55 ár sem það er búið að standa. 

 

Núna er opnað tæpum mánuði fyrr en venjulega, en yfirleitt hefur markaðurinn verið opnaður helgina sem er næst 17. júní. Opið verður alla daga í sumar kl. 11 - 18.

 

Starfsemin verður með nokkuð hefðbundnum hætti; handverk til sölu af ýmsu tagi, prjónles, gjafavara, nytjahlutir, skartgripir o. fl. Hægt að kaupa kaffi og með því, sýningin á Arnarsetrinu er á sínum stað, og önnur sýning í bígerð.Upplýsingahornið er uppfært og bókamarkaðurinn hefur stækkað.

 

Stefnt er að því að einhverjir lifandi viðburðir verði í sumar og verður sá fyrsti áður en langt um líður, og verður kynntur sérstaklega þegar nær dregur. Allar hugmyndir eru vel þegnar; tónleikar, upplestur, eitthvað fyrir börnin  eða hvaðeina sem léttir lund og hvetur fólk til að koma saman.

 

Stjórn handverksfélagsins skipa þessa dagana:

Ingibjörg s. 892 1768 

Ingvar     s. 898 7783

Sveinn     s. 894 7771

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30