Tenglar

4. júní 2011 |

Handverkssalan á síðasta ári hálf önnur milljón

Handverksfélagið Assa í Reykhólahreppi stefnir að því að opna markað sinn í Kaupfélagshúsinu í Króksfjarðarnesi á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Hann verður síðan opinn allar helgar allt fram til ágústloka. Hugsanlega verður einnig opið á virkum dögum einhvern hluta sumars. Auk handverksins verður Assa áfram með nytja- og bókamarkaðinn sem heppnaðist einstaklega vel í fyrra.

 

Heildarsala á handverki hjá Össu á síðasta ári var liðlega 1.490.000 krónur og þar af fékk félagið í sinn hlut tæplega 190 þúsund krónur í sölulaun. Sala á kaffi og vöfflum nam liðlega 200 þúsund krónum. Áætlað er að um 1.500 manns hafi heimsótt Össu í Króksfjarðarnesi á síðasta sumri. Samkvæmt ársreikningi félagsins 2010 er efnahagur þess góður.

 

Áður en opnað verður í Króksfjarðarnesi eftir hálfan mánuð þarf sitthvað að gera til undirbúnings, þrífa, setja í hillur og margt fleira. Þess vegna er þessi helgi (4.-5. júní) vinnuhelgi þar sem sjálfboðaliðar eru vel þegnir því að margar hendur vinna létt verk.

 

Fram kom í ársskýrslu Jónu Valgerðar Kristjánsdóttur fráfarandi formanns á aðalfundi Össu fyrir skömmu, að félagatalan hafi tvöfaldast á síðasta ári. Eftir sem áður er fólk hvatt til að ganga í félagið og starfa þar og allir boðnir velkomnir sem áhuga hafa á handverki og smáiðnaði.

 

Stjórn Handverksfélagsins Össu skipa nú Sóley Vilhjálmsdóttir formaður, Sveinn Ragnarsson ritari og Erla Björk Jónsdóttir gjaldkeri. Varastjórn skipa Guðbjörg Karlsdóttir, Ingibjörg Kristjánsdóttir og Signý M. Jónsdóttir.

 

Sjá einnig (þar á meðal er skýrsla stjórnar fyrir árið 2010):

06.05.2011  Handverksfélagið Assa: Félagatalan tvöfaldaðist

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31