Hann á afmæli í dag ...
Reykhólahreppur í núverandi mynd varð til 4. júlí 1987 við sameiningu fimm hreppa - Geiradalshrepps, Reykhólahrepps, Gufudalshrepps, Múlahrepps og Flateyjarhrepps. Þannig mætti segja að í dag sé „þjóðhátíðardagur“ sveitarfélagsins - rétt eins og Bandaríkja Norður-Ameríku, þar sem þess er minnst að sjálfstæðisyfirlýsing þeirra var samþykkt 4. júlí 1776.
Myndin sem hér fylgir er úrklippa úr Morgunblaðinu þriðjudaginn 7. júlí 1987. Þar segir Sveinn Guðmundsson, bóndi og kennari á Miðhúsum í Reykhólasveit, fréttaritari Morgunblaðsins í áratugi, frá fyrsta fundi hreppsnefndar hins nýstofnaða sveitarfélags (smellið á til að stækka).
Íbúaþróun í Reykhólahreppi síðustu áratugi (Hagstofa Íslands):
- 1986: 385 (1. desember - gömlu hrepparnir samtals)
- 2001: 304 (1. desember)
- 2006: 251 (1. desember)
- 2011: 280 (1. ársfjórðungur)
kolbrún lára myrdal, mnudagur 04 jl kl: 12:33
Til hamingju með daginn Reykhólahreppur