Tenglar

4. júlí 2011 |

Hann á afmæli í dag ...

Morgunblaðið 7. júlí 1987.
Morgunblaðið 7. júlí 1987.

Reykhólahreppur í núverandi mynd varð til 4. júlí 1987 við sameiningu fimm hreppa - Geiradalshrepps, Reykhólahrepps, Gufudalshrepps, Múlahrepps og Flateyjarhrepps. Þannig mætti segja að í dag sé „þjóðhátíðardagur“ sveitarfélagsins - rétt eins og Bandaríkja Norður-Ameríku, þar sem þess er minnst að sjálfstæðisyfirlýsing þeirra var samþykkt 4. júlí 1776.

 

Myndin sem hér fylgir er úrklippa úr Morgunblaðinu þriðjudaginn 7. júlí 1987. Þar segir Sveinn Guðmundsson, bóndi og kennari á Miðhúsum í Reykhólasveit, fréttaritari Morgunblaðsins í áratugi, frá fyrsta fundi hreppsnefndar hins nýstofnaða sveitarfélags (smellið á til að stækka).

 

Íbúaþróun í Reykhólahreppi síðustu áratugi (Hagstofa Íslands):

  • 1986: 385 (1. desember - gömlu hrepparnir samtals)
  • 2001: 304 (1. desember)
  • 2006: 251 (1. desember)
  • 2011: 280 (1. ársfjórðungur)

 

Athugasemdir

kolbrún lára myrdal, mnudagur 04 jl kl: 12:33

Til hamingju með daginn Reykhólahreppur

Jónas Ragnarsson, mnudagur 04 jl kl: 13:04

Ánægjulegt að sjá að íbúum er að fjölga á ný. Ef Reykhólahreppur yrði sameinaður Dalabyggð og Strandabyggð yrðu íbúarnir 1.480.

Björg, mnudagur 04 jl kl: 15:22

Full ástæða til að óska íbúum Reykhólahrepps til hamingju og í góðu lagi með að sameinast og í fínasta lagi að eiga ekkert sameiginlegt með ameríkönum nema þjóðhátíðardaginn. Til hamingju öll!

Steinunn Ó. Rasmus, mnudagur 04 jl kl: 19:19

Til hamingju allir íbúar Reykhólahrepps

Harpa Eiríksdóttir, mnudagur 04 jl kl: 23:38

Til hamingju sveitungar, get verið stolt að vera komin með lögheimili í gamla hreppinn minn aftur

Einar Örn Thorlacius fyrrv. sveitarstjóri Reykhólahrepps, rijudagur 05 jl kl: 08:20

Til hamingju íbúar Reykhólahrepps! Þess má geta til fróðleiks að sameiningin árið 1987 var í rauninni mjög söguleg. Þetta var í fyrsta skipti sem fleiri en tvö sveitarfélög sameinuðust á Íslandi. Nokkrar sameiningar höfðu orðið fyrir þennan tíma en þá höfðu alltaf bara tvö aðliggjandi sveitarfélög sameinast. Ég var sveitarstjóri Reykhólahrepps 2002-2006. Íbúunum fækkaði allan tímann og botninum var náð þegar ég lét af störfum (!). En ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að íbúunum hafi byrjað að fjölga eftir að ég fór, vegna þess að þáverandi sveitarstjórn bjó svo vel í haginn fyrir framtíðina og nefni ég þá m.a. byggingu íþróttahússins.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31