Tenglar

20. júlí 2014 | vefstjori@reykholar.is

Hann fylgir þér með augunum hvert fótmál

Örninn fylgist með öðru auganu með þeim sem myndina tók. Með hinu horfir hann hvasseygur á piltinn unga, sem virðist ekki standa alveg á sama.
Örninn fylgist með öðru auganu með þeim sem myndina tók. Með hinu horfir hann hvasseygur á piltinn unga, sem virðist ekki standa alveg á sama.
1 af 4

Arnarsetur Íslands er í kaupfélagshúsinu gamla í Króksfjarðarnesi, rétt þegar komið er vestur yfir Gilsfjörð. Það er við hæfi að velja setri helguðu konungi fuglanna stað í Reykhólahreppi, því að mikill hluti íslenska arnarstofnsins á búsvæði og varpstaði við Breiðafjörð. Meðal þess sem þarna getur að líta er uppstoppaður örn í öllu sínu veldi.

 

Það sem ekki síst vekur athygli er að þegar gengið er í kringum hann fylgir hann manni með augunum (reyndar öðru í einu, af skiljanlegum ástæðum). Þetta kann að þykja ótrúlegt, en svona er það (skoðið bara myndirnar sem hér fylgja). Sumum finnst þetta dálítið óþægilegt, jafnvel „krípí“, eins og einhver sagði.

 

Örninn í Króksfjarðarnesi stendur á voldugum grjótstalli sem hleðslumeistarinn landskunni Ari Jóhannesson hlóð. Til þess að fuglinn strjúki ekki eða ráðist á fólk er yfir honum kassi úr glæru plasti.

 

Fróðleik af öllu tagi um íslenska haförninn er að finna á Arnarsetri Íslands. Þar á meðal er fræðslukvikmynd sem rennur í sífellu á skjá.

 

Þrjár fyrstu myndirnar sem hér fylgja eru teknar í Arnarsetrinu, en þá fjórðu tók Sigurjón J. Sigurðsson fyrir viku við norðanverðan Breiðafjörð af erni við hreiður með tveimur ungum. Hreiður þetta er á klettadrangi úti í sjó, nokkur hundruð metra frá landi, og myndin tekin með miklum aðdrætti.

 

Arnarsetur Íslands - Sýning tileinkuð haferninum

 

Arnarsetur Íslands á Facebook

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31