7. mars 2010 |
Haraldur endurkjörinn formaður Bændasamtakanna
Haraldur Benediktsson á Vestra-Reyni var á Búnaðarþingi í vikunni endurkjörinn formaður Bændasamtaka Íslands og fékk hann öll 45 atkvæði þeirra sem þingið sátu. Sex vou kosin í stjórn með Haraldi en ellefu gáfu kost á sér til setu í stjórn. Sveinn Ingvarsson í Reykjahlíð fékk 45 atkvæði, Jóhannes Sigfússon á Gunnarsstöðum 41 atkvæði, Sigurbjartur Pálsson á Skarði 40 atkvæði, Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir á Egilsstöðum 40 atkvæði, Árni Brynjólfsson á Vöðlum 23 atkvæði og Guðný Helga Björnsdóttir á Bessastöðum 22 atkvæði.
Sveinn, Jóhannes og Sigurbjartur sátu allir í síðustu stjórn en Vigdís, Árni og Guðný Helga koma ný þar inn.