Tenglar

27. janúar 2009 |

Harasystur hituðu upp í Barmahlíð

Harasystur í Barmahlíð.
Harasystur í Barmahlíð.

Harasystur úr Hveragerði, Rakel og Hildur Magnúsdætur, skemmtu á þorrablótinu á Reykhólum á laugardagskvöldið en völdu óvenjulegan stað til að hita upp. Það gerðu þær í Barmahlíð, dvalarheimili aldraðra á Reykhólum, þar sem þær sungu og dönsuðu og hristu upp í liðinu með aðstoð barna sem dönsuðu líka. Ein kona komst ekki fram í salinn á tónleikana og þá brugðu þær sér einfaldlega inn til hennar. Rakel er íþróttakennari og mikil áhugakona um hreyfingu og leikfimi eldri borgara. Hún hefur lengi séð um leikfimi bæði á Heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði og á Hótel Örk þegar hópar eldri borgara koma þangað. Því má segja að hún hafi verið á heimavelli í Barmahlíð á laugardag.

 

Ef til vill hefur það líka haft einhver áhrif á staðarvalið fyrir upphitunina, að Harasystur eru mágkonur og vinkonur Hrefnu Hugósdóttur, hjúkrunarforstjóra í Barmahlíð. Stefán Magnússon eiginmaður hennar (og Harabróðir) er íþróttakennari við Reykhólaskóla.

 

Því má bæta við, að Harasystur koma fram í forkeppni Eurovision um næstu helgi.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31