Tenglar

12. júlí 2014 | vefstjori@reykholar.is

Harley-Davidson félagar í heimsókn á Reykhólum

Hópurinn gaf sér góðan tíma í versluninni Hólakaupum á Reykhólum.
Hópurinn gaf sér góðan tíma í versluninni Hólakaupum á Reykhólum.

Tuttugu manna hópur karla og kvenna á hinum frægu Harley-Davidson mótorhjólum kom í heimsókn í Reykhólasveitina í morgun. Þau eru í eigendafélagi Harley-Davidson á Íslandi eða H.O.G. (Harley Owners Group), en alls eru 95 manns í klúbbnum. Formaður hans er Kristján Finnsson frá Skerðingsstöðum í Reykhólasveit og að sjálfsögðu er hann í þessari sumarferð.

 

Í gær var farinn hringurinn kringum Snæfellsnes og síðar í dag liggur leiðin norður á Drangsnes við Steingrímsfjörð áður en haldið verður aftur suður á höfuðborgarsvæðið. Veðrið lék sannarlega við hópinn í skoðunarferðinni um Reykhólahrepp og sólin skein með glaðasta móti.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31