Tenglar

15. september 2015 |

Háskólasetrið boðar bláa hagkerfið til fundar

Flæðarmálið er heiti nýrrar fundaraðar Háskólaseturs Vestfjarða, þar sem fræðaheiminum og atvinnulífi á Vestfjörðum er gefið tækifæri til að mætast með óreglulegu millibili. Á fyrsta fundinum, sem verður á morgun, miðvikudag, mun Jamie Alley kennari við Háskólasetrið kynna niðurstöður sínar varðandi hindranir í frekari þróun sjávarútvegs og fiskeldis í Bresku Kólumbíu í Kanada. Þátttakendur munu síðan í sameiningu bera þetta saman við stöðuna á Vestfjörðum.

 

Boðið verður upp á flæðarmálsfundina bæði á sunnanverðum og norðanverðum Vestfjörðum og á Ströndum í gegnum Skype í samvinnu við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða. Boðið er upp á súpu og brauð og kaffi og með því. Æskilegt er að þátttakendur skrái sig í móttöku Háskólaseturs í síma 450 3000 eða netfanginu reception@uw.is.

 

Fundaröðin er einkum sett á fót með bláa hagkerfið í huga, en er opið almenningi. Háskólasetur hyggst bjóða í flæðarmálið þegar áhugavert efni, eða fyrirlesara, rekur á fjörur þess. Tímasetningar fundaraðarinnar eru því ekki fastsettir en Háskólasetrið mun virkja fólk innan og utan sinna vébanda til að miðla þekkingu og reynslu til vestfirsks atvinnulífs.

 

Jamie Alley, landfræðingur frá vesturströnd Kanada sem hefur kennt við Háskólasetrið í mörg ár, hefur nýlega lokið rannsókn fyrir Institute for Coastal Research við Vancouver Island háskóla í Nanaimo, þar sem hindranir í þróun greinarinnar við vesturströnd Kanada eru tilgreindar. Á fundinum á morgun mun Jamie Alley kynna niðurstöður rannsókna sinna í Kanada og í kjölfarið munu þátttakendur reyna að heimfæra niðurstöðurnar á Vestfirði. Í lokin er gert ráð fyrir að búa til forgangslista varðandi framtíðarrannsóknir á þessu sviði.

 

Staðir:

  • Ísafirði, Háskólasetur
  • Patreksfirði, Skor
  • Tálknafirði, Hópið (óstaðfest)
  • Hólmavík, Þróunarsetur

 

Dagskrá fundarins á morgun:

  • 12  Súpan tilbúin (eða létt hádegissnarl)
  • 12.10-13  Kynning á niðurstöðum úr Bresku Kólumbíu (á ensku, gögnin lögð fram á íslensku)
  • 13  Kaffi og með því tilbúið
  • 13-14  Hindranir í Kanada bornar saman við stöðuna á Vestfjörðum (á íslensku og ensku)
  • 14-14.30  Atriði sem vega mest tilgreind og úrlausnarefni rædd, hugsanleg rannsóknarverkefni tilgreind (á ensku og íslensku)

Til að tengjast fjarfundabúnaði á Reykhólum er hringt í þessa IP tölu: 82.148.74.68.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Febrar 2024 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29