Tenglar

19. mars 2013 | vefstjori@reykholar.is

Háskólasetur Vestfjarða: Námskynning á Reykhólum

Dr. Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða, verður til viðtals í Stjórnsýsluhúsinu á Reykhólum (skrifstofum hreppsins) milli kl. 13.30 og 14.30 á morgun, miðvikudag, og kynnir nýja námsleið. Þar er um að ræða Sjávartengda nýsköpun sem fer af stað núna í haust, en snemmsumars á næsta ári er fyrirhugað að halda á Reykhólum svokallað lotunámskeið sem ber vinnuheitið Nýsköpun í þörunganotkun.

 

Peter segir að þessi nýja námsleið sé einstaklingsmiðuð og gæti hentað vel fólki í dreifbýli.

 

Áhugasamt fólk er eindregið hvatt til að hitta Peter á Reykhólum á morgun og kynna sér það sem í boði er. Tekið skal fram, að hann er afskaplega góður íslenskumaður þrátt fyrir þýskan uppruna sinn - eða kannski vegna hans. Peter hefur veitt Háskólasetri Vestfjarða forstöðu frá upphafi fyrir rúmum sjö árum.

 

Fyrir liðlega fjórum árum birtist í vikublaðinu Bæjarins besta á Ísafirði ítarlegt opnuviðtal („mannlífsviðtal“) við hinn bæverska Peter Weiss og má lesa það hér.

 

Háskólasetur Vestfjarða

 

Athugasemdir

Þrymur Sveinsson, rijudagur 19 mars kl: 20:04

"Stjórnsýsluhúsið á Reykhólum" virðulegt orð þykir mér.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Aprl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30