6. desember 2021 | Sveinn Ragnarsson
Hátíð fer í hönd í Hólmavíkurkirkju
Einvalalið vestfirsks tónlistarfólks heldur jólatónleika Hólmavíkurkirkju föstudagskvöldið 10. desember klukkan 20. Fluttar verða margar af helstu perlum þeirrar tónlistar sem færir jólin í hjörtu landsmanna, auk þess sem gestir fá að njóta frumsaminna laga.
Fram koma:
Dagný Hermannsdóttir - söngur
Jón Hallfreð Engilbertsson - gítarleikur og söngur
Pétur Ernir Svavarsson - söngur og píanóleikur
Stefán Jónsson - píanóleikur og söngur
Svanhildur Garðarsdóttir - söngur
Miðaverð er 4.900 en 2.500 fyrir börn á grunnskólaaldri.
Miðasala er á Tix