Tenglar

26. júní 2015 |

Hátíðargróðursetning á Reykhólum

Íslenskt emblubirki í góðum vexti.
Íslenskt emblubirki í góðum vexti.

Í tilefni þess að 35 ár eru liðin frá því að Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands verða á morgun, laugardag, gróðursett þrjú tré í sérhverju sveitarfélagi landsins. Þar koma við sögu á hverjum stað piltur og stúlka sem fulltrúar kynjanna og fulltrúar framtíðarinnar. Þegar Vigdís fór um landið á sínum tíma gróðursetti hún hvarvetna þrjú tré. Í Reykhólahreppi verða trén gróðursett í Hvanngarðabrekku á Reykhólum (Kvenfélagsgirðingunni) við hátíðlega athöfn kl. 18. Þar eru allir velkomnir.

 

Trén sem gróðursett verða eru íslenskt yrki af þjóðlegustu trjátegund Íslands, birkinu, yrkið emblubirki.

 

Samkvæmt norrænni goðafræði fornri voru Askur og Embla fyrsta fólk í heimi, tilsvarandi Adam og Evu í öðrum fræðum. Þar komu við sögu þeir Borssynir þrír Óðinn, Vilji og Véi, sem fundu tvö tré rekin á sjávarströnd. Óðinn gaf þeim anda og líf, Vilji gaf þeim vit og hreyfingu en Véi gaf þeim ásjónu og skilningarvit. Síðan gáfu þeir þeim klæði og nöfn, karlinum nafnið Askur og konunni nafnið Embla. Ólst síðan af þeim mannkynið, eins og segir á afgömlum bókum íslenskum.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31