13. júní 2015 |
Hátíðarhöld 17. júní í Bjarkalundi
Í samstarfi Kvenfélagsins Kötlu og Hótel Bjarkalundar verða hátíðarhöld í tilefni af þjóðhátíðardeginum í Bjarkalundi á miðvikudag. Dagskráin hefst kl. 14 og verður með hefðbundnu sniði; skrúðganga, ávarp fjallkonu, leikir og gaman úti á túninu og kaffihlaðborð að hætti Bjarkalundar.
Helíumblöðrur og sælgæti verða til sölu, andlitsmálun í boði fyrir börnin og hoppkastalar þar sem krakkarnir geta hoppað af hjartans lyst.
Verið hjartanlega velkomin.
- Kvenfélagið Katla og Hótel Bjarkalundur.