Tenglar

4. júní 2008 |

Hausnum breytt

„Hausnum" hér á vefnum hefur verið breytt. Fram að þessu hefur verið ein föst „hausmynd" efst, gömul loftmynd af Reykhólaþorpi, en núna eru komnar margar myndir sem birtast af handahófi þegar farið er inn á vefinn og síðan veltast þær áfram hver af annarri. Varðandi eina myndanna, þá einu með fólki enn sem komið er, má nefna að hún var tekin á liðnu sumri í litla pósthúsinu í Flatey þar sem Ólína Jónsdóttir póstmeistari er að afgreiða þýskt ferðafólk (myndin sem hér fylgir óskorin). Loftmyndirnar eru skornar úr myndum úr safni Árna Geirssonar drekaflugmanns.

Taka má fram, að einungis tíu myndir í öllu hausmyndasafninu birtast hver af annarri í hvert skipti sem farið er inn á vefinn og koma svo aftur í sömu röð. Myndirnar eru þó samtals á þriðja tuginn. Næst þegar farið er inn á vefinn - eða hann er endurhlaðinn - birtast aftur af handahófi einhverjar tíu myndir úr safninu o.s.frv.

Fleiri mynda í hausinn er að vænta með tíð og tíma. Jafnframt má nefna, að unnið er að undirvefjum sem birtast ekki fyrr en þar telst vera komið nógu mikið af bitastæðu efni.

 

Lesendur vefjarins eru hvattir til að koma á framfæri efni á vefinn og ábendingum um það sem hér ætti að vera og það sem betur mætti fara.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30