Tenglar

8. september 2010 |

Haustferðalag Reykhólaskóla í rjómablíðu

Í haustferðalagi Reykhólaskóla fyrir skömmu var farið inn í Gautsdal og gengið að Gautsdalsfossi eða Réttarfossi. Vaðið var í ánni og grillaðar pylsur. Veðurblíðan lék við ferðalangana og hitinn var yfir tuttugu stig. Þegar gengið var til baka tók Gugga í Gautsdal á móti hópnum með dýrindis veitingum fyrir alla, bæði nemendur og kennara, og kunna gestirnir henni bestu þakkir fyrir. Þegar komið var aftur á Reykhóla dreif allur hópurinn sig í Grettislaug.

 

Rebekka Eiríksdóttir á Stað tók meðfylgjandi myndir í haustferðinni. Smellið á til að stækka.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31