Tenglar

25. maí 2009 |

Haustlitahlauparinn sigraði í ofurmaraþoni

Hlaupið út með Þorskafirði.
Hlaupið út með Þorskafirði.

Langhlauparinn Gunnlaugur Júlíusson sem hljóp fyrstur manna haustlitahlaupið milli Flókalundar og Bjarkalundar í fyrra sigraði í ofurmaraþoni sem fram fór í Danmörku um helgina. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur sigrar í slíkri keppni. Gunnlaugur hefur náð ótrúlegum árangri í langhlaupum undanfarin ár. Núna um helgina keppti hann í 48 klukkustunda hlaupi á Borgundarhólmi en þar sigrar sá sem lengst hleypur á tveimur sólarhringum. Er skemmst frá því að segja að þessi þolgóði hagfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sigraði með yfirburðum. Hann hljóp 334 kílómetra á 48 klukkustundum og hljóp 11 kílómetrum lengra en sá sem lenti í öðru sæti.

 

Á síðunni hlaup.com segir að Gunnlaugur hafi stimplað sig rækilega inn í flokk þeirra bestu með þessum árangri, sem dugar honum í þriðja sæti heimslistans fyrir árið 2009.

 

Á myndinni er Gunnlaugur (til hægri) á lokasprettinum út með Þorskafirði í fyrra ásamt Stefáni Viðari Sigtryggssyni, Íslandsmeistara í maraþoni 2008, sem hljóp hluta leiðarinnar milli Flókalundar og Bjarkalundar.

 

02.09.2008 Gunnlaugur Júlíusson hljóp fyrsta haustlitahlaupið

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31