11. júní 2013 | vefstjori@reykholar.is
Hefðbundin þjóðhátíðarhöld í Reykhólahreppi
Hátíðarhöld 17. júní verða að venju í Bjarkalundi í umsjá Lionsfólks í Reykhólahreppi og verða með hefðbundnu sniði. Fjallkonan flytur ávarp, mannskapurinn fer í skrúðgöngu, bæði börn og fullorðnir fara í leiki og sitthvað fleira verður fyrir börnin. Kaffihlaðborð verður að hætti Bjarkalundar.
Fagnaðurinn hefst kl. 14. Sjá nánar mynd nr. 2.
Pálína St. Pálsdóttir, fimmtudagur 13 jn kl: 18:17
Takk fyrir þessar upplýsingar, nema hvað það vantar allar tímasetningar þarna. Klukkan hvað byrja háíðahöldin í Bjarkalundi?