Heiðin á alþjóðlegri kvikmyndahátíð
Kvikmyndin Heiðin eftir Einar Þór Gunnlaugsson frá Hvilft í Önundarfirði var sýnd á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Haugasundi í Noregi dagana 21.-24. ágúst. Myndin var tekin upp á sunnanverðum Vestfjörðum í vor, að mestu í Reykhólasveit. Myndin er íslensk/ensk framleiðsla og styrkt af Kvikmyndamiðstöð Íslands. Með aðalhlutverkið fer Jóhann Sigurðarson en meðal annarra leikenda má nefna Gunnar Eyjólfsson, Jón Sigurbjörnsson, Guðrúnu Gísladóttur, Sólveigu Arnarsdóttur og kómedíuleikarann vestfirska Elfar Loga Hannesson.
Þetta var fyrsta sýning myndarinnar utan Íslands en myndin var valin í flokk nýrra norrænna kvikmynda. Með sýningu mynda á þessum vettvangi gefst framleiðendum gott tækifæri til að koma myndum frá sínum löndum á framfæri. Hátíðin kynnir flokkinn sem bestu norrænu myndirnar á hverjum tíma. Frá þessu var greint á bb.is.
Vefur kvikmyndahátíðarinnar í Haugasundi