Tenglar

20. mars 2020 | Sveinn Ragnarsson

Heil heilsu - í Reykhólasveit

1 af 2

Íbúum Reykhólahrepps gefst kostur á að taka þátt í skemmtilegu og heilsusamlegu verkefni. Þú sem þátttakandi getur tekið þátt hvar sem er, hvenær sem er og stóri bónusinn er að hver og einn fær að stýra sínum áherslum og markmiðum.

 

Meðfylgjandi þessu upplýsingabréfi er skráningablað þar sem hver og einn skráir sína virkni og daglegu venjur í samræmi við persónuleg  markmið.

Verkefnið fer af stað 23.mars 2020.

 

Hvers vegna að taka þátt?: 

  • Þú ákveður hvað er gott fyrir þig þann daginn
  • Þú heldur reglu og rútínu sem þú ert sátt/sáttur við á daglegum venjum þínum
  • Þú setur sjálfa/n þig í forgang og hugsar um líðan þína og heilsu
  • Þú skoðar sjálfa/n þig, venjur þínar og heilbrigði og verður sérfræðingur í sjálfum þér
  • Þú ögrar sjáfum þér á skemmtilegan máta
  • Þú ert þátttakandi í vegferðinni að því að Reykhólahreppur verði heilsueflandi samfélag.
  • Þú leggur þitt að mörkum að vera fyrirmynd fyrir aðra sem eru þér samferða í leik og starfi.

 

Tilgangur og markmið Heil Heilsu verkefnis 

  • Stíga fyrsta skrefið í áttina að því að Reykhólahreppur verði heilsueflandi samfélag
  • Gefa fólki tækifæri á að kortleggja og viðhalda jákvæðri og heilsusamlegri rútínu þrátt fyrir skrýtnar aðstæður vegna COVID–19
  • Tryggja að grunnþáttum og grunnþörfum sé sinnt af kostgæfni en á skemmtilegan máta þar sem samhugur, samkennd og jákvæðni eru við stjórn

 

Við hvetjum þig kæri þátttakandi til að vera dugleg/ur að setja myndir inn á samélagsmiðla og nota myllumerkið/hashtaggið #HeilheilsuReykhólar. Þannig getum við fylgst með, fengið góðar hugmyndir og hrósað hvert öðru.

 

Með kærri kveðju

Hreppsnefnd Reykhólahrepps og Heil heilsu teymi Auðnast

  

Athugasemdir

Heilsueflandi samfélag - Embætti landlæknis, rijudagur 24 mars kl: 12:40

Frábært framtak hjá ykkur í Reykhólahreppi. Áherslurnar samræmast vel meginmarkmiði Heilsueflandi samfélags, að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum (geðrækt, hreyfing, næring, svefn...), heilsu og vellíðan allra íbúa.
Það er mikilvægt að hlúa vel að sér og sínu fólki, ekki síst á óvanalegum tímum sem þessum. Með þessu verkefni leggur sveitarfélagið sitt af mörkum til að styðja íbúa í þeirri vegferð. Vekjum athygli á að finna má ýmiss konar fræðsluefni, sjálfspróf og fleira þessu tengt á vefnum heilsuvera.is.
Gangi ykkur sem best, hlökkum til að fylgjast með framvindunni og þegar þar að kemur, bjóða Reykhólahepp formlega velkominn í hóp heilsueflandi samfélaga.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31