Tenglar

24. mars 2020 | Sveinn Ragnarsson

Heil heilsu – hægt að taka þátt hvar sem er

Tilvalið að rifja sumarið upp
Tilvalið að rifja sumarið upp

Nú er komið í gang verkefnið Heil heilsu sem öllum íbúum Reykhólahrepps býðst að taka þátt í. Til að auðvelda utanumhald er tilvalið að nota skráningarblöðin sem hægt er að sækja hér.

 

 Fólk er almennt frekar duglegt að hreyfa sig, fer í göngutúra, á skíði, í fjallgöngur þau hörðustu, sumir nota hlaupabretti og hver og einn finnur það sem honum hentar. Þáttakendur eru hvattir til nota samfélagsmiðla, setja inn myndir og nota myllumerkið #heilheilsureykhólar.

 

Sem dæmi um möguleikana til heilsuræktar, þá er Ágústa Ýr Sveinsdóttir með yoga í beinni útsendingu á facebook.  Velunnarar Reykhólahrepps eru velkomnir, https://www.facebook.com/groups/1115291045485722/

 

Þetta heilsuátak vakti athygli landlæknis, og frá Heilsueflandi samfélagi – Embætti landlæknis barst þessi umsögn:


„Frábært framtak hjá ykkur í Reykhólahreppi. Áherslurnar samræmast vel meginmarkmiði Heilsueflandi samfélags, að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum (geðrækt, hreyfing, næring, svefn...), heilsu og vellíðan allra íbúa.
Það er mikilvægt að hlúa vel að sér og sínu fólki, ekki síst á óvanalegum tímum sem þessum. Með þessu verkefni leggur sveitarfélagið sitt af mörkum til að styðja íbúa í þeirri vegferð. Vekjum athygli á að finna má ýmiss konar fræðsluefni, sjálfspróf og fleira þessu tengt á vefnum heilsuvera.is.
Gangi ykkur sem best, hlökkum til að fylgjast með framvindunni og þegar þar að kemur, bjóða Reykhólahepp formlega velkominn í hóp heilsueflandi samfélaga.“

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30