Tenglar

28. maí 2009 |

Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða: Grettislaug í góðu lagi

Grettislaug á Reykhólum.
Grettislaug á Reykhólum.

Tólf sýni af 31 sem tekið var úr sundlaugum og heitum pottum á Vestfjörðum á síðasta ári stóðust ekki viðunandi kröfur eða nærri 40%. Í bréfi frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða og í samtali við Anton Helgason heilbrigðisfulltrúa kom fram, að niðurstöður úr Grettislaug á Reykhólum reyndust í góðu lagi. „Laugarvatnið stóðst gæðakröfur skv. reglugerð nr. 457/1998. Klór mældist 1,13 mg/l í baðvatni laugar og bundni klórinn 0,03 ppm. Klór mældist í baðvatni pottsins þannig: Fríi klórinn var 0,70 ppm og sá bundni 0,17 ppm", segir í bréfinu (fyrir þá sem eru læsir á tölur af þessu tagi).

 

Heilbrigðiseftirlitið segir um þau sýni sem ekki stóðust kröfur: „Það er tólf sýnum of mikið. Ýmsir sjúkdómar, þar á meðal mjög alvarlegir, geta borist með baðvatni ef ekki er hugsað nægjanlega vel um sótthreinsun baðvatnsins."

 

Algengustu sjúkdómarnir sem tengja má við sundlauganotkun eru sýkingar í slímhimnum, svo sem í augum, eyrum, hálsi og nefi, og í sárum og rispum á húð. Samkvæmt erlendum rannsóknum á sjúkdómum á sjúkdómum sem tengjast sundlaugum eru um 60% sýkinga í slímhimnu, 20% magasýkingar og megnið af þeim 20% sem eftir eru, eru húðsýkingar.

 

„Nokkuð vantaði upp á að innra eftirlit sundlauga á Vestfjörðum væri virkt. Við eftirlit kom í ljós í nokkrum tilvikum að sundstaðir voru áfram opnir þrátt fyrir bilanir í klórblöndunarbúnaði", segir í bréfi Heilbrigðiseftirlitsins.

 

Í sumar verður eftirlit með sundstöðum aukið og áhersla lögð á innra eftirlit sundstaða, þ.e. mælingar og skráningar á klórstyrk og sýrustigi vatnsins, starfsþjálfun og endurmenntun starfsfólks.

 

Á það skal minnt hér, að í dag verður Grettislaug opnuð á ný eftir tímabundna lokun að undanförnu vegna árlegra viðhaldsverkefna.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31