Tenglar

14. apríl 2009 |

Heilbrigðisstofnanir á Norðvesturlandi sameinaðar

Heilbrigðisráðherra segir að samfélagsleg samstaða sé um sameiningu heilbrigðisstofnana á norðvestanverðu landinu. „Það er komin niðurstaða í þetta mál og það er ákveðið að sameina heilbrigðisstofnanirnar á Akranesi og Borgarnesi, heilbrigðisstofnanirnar á Snæfellsnesi, í Dölum og þar með á Reykhólum, á Hólmavík og á Hvammstanga í eina", segir Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra í samtali við héraðsblaðið Skessuhorn. Alls eru þetta átta heilbrigðisstofnanir, sem verða sameinaðar undir einn hatt samkvæmt tillögum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, fyrirrennara Ögmundar, frá því fyrr í vetur.

 

Ögmundur segir að full sátt sé um þessa sameiningu meðal forsvarsmanna heilbrigðisstofnana í landshlutanum og sveitarstjórnarmanna á stöðunum. Annars hefði þessi sameining ekki orðið að veruleika.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30