Tenglar

15. apríl 2015 |

Heilsa og lífsstíll á foreldrafundi

Síðasti foreldrafundurinn í röð þriggja fræðslufunda um málefni barna verður haldinn á bókasafninu í Reykhólaskóla annað kvöld, fimmtudag, og hefst kl. 20. Að þessu sinni verður fjallað um heilsu og lífsstíl. Fundurinn verður með svipuðu fyrirkomulagi og þeir fyrri, sem snerust annars vegar um samskipti barna og hins vegar um sjálfsmynd og tilfinningar barna. Flutt verður fræðsluerindi og síðan verða umræður.

 

„Það hefur verið góð mæting á fyrri fundi og mig langar að hvetja fólk til að mæta til að skapa líflegan umræðugrundvöll,“ segir Jóhanna Ösp Einarsdóttir, æskulýðs- og tómstundafulltrúi Reykhólahrepps.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31