Heilsufatnaður með breiðfirskum þörungatrefjum
Þýska fyrirtækið smartfiber AG framleiðir meðal annars trefjar úr þörungamjöli til notkunar í spunaþræði ásamt öðrum efnum á borð við bómull. Úr þessum trefjum sem bera vörumerkið SeaCell er síðan framleiddur fatnaður sem sagður er sérlega heilsusamlegur vegna efnanna í þörungunum sem berast inn í húðina. Hráefnið í trefjarnar (mjöl úr klóþangi) kemur frá Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum.
Á Facebook-síðu smartfiber AG að finna einstakt myndband frá þangskurði í blíðunni á Breiðafirði í sumar. Einnig er á síðunni tenging á tískublaðið ECO VOGUE þar sem fjallað er um tískufatnað úr náttúrlegum efnum. Í blaðinu er meðal annars glæsileg mynd af þangskurðarpramma að starfi á kristaltærum Breiðafirðinum (myndin sem hér fylgir).
► Undirsíða um eiginleika þörungatrefjanna og myndir af fatnaði
► Facebook-síða smartfiber AG (þar sem m.a. má skoða myndbandið)