Tenglar

12. nóvember 2009 |

Heilsugæslan í Búðardal

Hinar mörgu persónur tveggja leikenda.
Hinar mörgu persónur tveggja leikenda.
1 af 2
Kómedíuleikhúsið á Ísafirði sýnir vestfirska gamanleikinn vinsæla Heilsugæsluna eftir Lýð Árnason lækni í Dalabúð í Búðardal í kvöld, fimmtudagskvöldið 12. nóvember kl. 20.30. Miðasala við innganginn. Öll hlutverkin í leiknum eru í höndum þeirra Elfars Loga Hannessonar frá Bíldudal, sem núna eitt árið var bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar, og Margrétar Sverrisdóttur. Heilsugæslan er hápólitískt leikrit og umfjöllunarefnið brennandi á íslensku þjóðfélagi, ekki síst einmitt núna á erfiðum tímum niðurskurðar. Menningarráð Vestfjarða styrkir Heilsugæsluna.

 

Íslendingar hafa löngum státað af besta heilbrigðiskerfi í heimi. Við hrósum okkur af háum meðalaldri, þjónustu í hæsta gæðaflokki og frábærum læknum. En er kerfið eins gott og af er látið? Er það hugsanlega farið að vinna gegn tilgangi sínum? Er aukinni eftirspurn sjúkdóma svarað með meira framboði? Hvaða tilgangi þjónar góð heilsa? Metum við líf í magni eða gæðum?

 

Leikritið Heilsugæslan er samið af starfandi lækni og gefur áhorfandanum sýn inn í þetta völundarhús og það sem býr að tjaldabaki.

 

Lýður Árnason hefur um árabil verið læknir á norðanverðum Vestfjörðum. Hann er einn liðsmanna í hljómsveitinni Grjóthrun í Hólshreppi ásamt m.a. Grími Atlasyni sveitarstjóra í Dalabyggð og áður bæjarstjóra í Bolungarvík. Lýður hefur lengi fengist við kvikmyndagerð og ritstörf auk tónlistariðkunar. Hann skrifar fastar kjallaragreinar í DV. Lýður Árnason þykir gamansamur maður og meinháðskur í betra lagi.

 

Tuttugu sýningar á rúmum mánuði

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31