Tenglar

7. júní 2011 |

Heilsuhlaup á sextugsafmæli Krabbameinsfélagsins

Í tilefni af 60 ára afmæli Krabbameinsfélagsins verður Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins haldið í tuttugasta sinn á morgun, miðvikudag, og verður ræst kl. 19 við hús Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8 í Reykjavík. Húllumhæ fyrir alla fjölskylduna, leikir og keppni hefjast um kl. 18 og númer afhent. Upphitun hefst kl. 18.40. Vegalengdir 3 km og 10 km með tímatöku. Hægt er að velja um 3 kílómetra skokk eða göngu frá Skógarhlíð að Öskjuhlíð og til baka eða 10 kílómetra hlaup suður fyrir Reykjavíkurflugvöll og til baka.

 

Þátttökugjald er 1.000 krónur. Þeir sem eru fæddir 1951, sama ár og Krabbameinsfélagið var stofnað, fá ókeypis í tilefni afmælisins.

 

Tími verður mældur hjá öllum og úrslit birt eftir aldursflokkum:

  • 14 ára og yngri
  • 15-18 ára
  • 19-39 ára
  • 40-49 ára
  • 50-59 ára
  • 60 ára og eldri

Verðlaun: Allir sem ljúka hlaupinu fá viðurkenningarpening. Fyrsti karl og fyrsta kona á báðum vegalengdum fá vegleg verðlaun. Fjölmörg glæsileg útdráttarverðlaun.

 

Upplýsingar á skrifstofu Krabbameinsfélagsins í síma 540 1900, krabb@krabb.is eða www.krabb.is.

 

Hreyfing er eitt lykilatriði góðrar heilsu og því er Heilsuhlaupið tilvalinn vettvangur að koma saman og hreyfa sig, sem og njóta samvista með öðrum. Hentugt fyrir alla aldurshópa og ýmis skemmtiatriði fyrir alla fjölskylduna.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31