Tenglar

19. febrúar 2019 | Sveinn Ragnarsson

Heimamenn bjarga hornum

1 af 4

Í gær fóru meðlimir Björgunarsveitarinnar Heimamanna í verðmætabjörgun á farmi úr vörubíll sem valt fyrir síðustu helgi á Hofstaðahlíðinni í Gufufirði. Bíllinn sjálfur var fjarlægður án mikilla vandræða en það þurfti að tæma farminn úr kassanum áður en hann var réttur við. Í farminum voru u.þ.b. 22 tonn af lambahornum sem þurfti að handtína og moka úr kössum yfir í stórsekki.


Vanda þurfti til verks þar sem hornin voru frá öðrum landshornum, en hér er hreint sauðfjársvæði og engir búfjársjúkdómar.


Þegar mest var voru 12 meðlimir björgunarsveitarinnar að störfum. Þeir fyrstu voru byrjaðir fyrir hádegi og þeir síðustu komu heim eftir 4 í nótt. Verkið var seinlegt og erfitt. Þar sem aðgengi var ekki gott og það var ekki auðvelt að moka hornunum til. Með sameinuðum kröftum sjálfboðaliða hafðist verkið án vandræða og lögðu hornin af stað á áfangastað í nótt.


Við þökkum öllum sem aðstoðuðu okkur, stórt sem lítið. Heitt kaffi, kaffimál, stórsekkir, samlokur og annað sem hjálpaði við að vinna verkið.


Björgunarsveitin hefur fengið nokkur útköll í vetur. Nú síðast á sunnudaginn, 17. febrúar, voru tvö útköll vegna bíla fastra í ófærð, annað á Klettsháls og hitt á Þröskulda. Annað stórt útkall var föstudaginn 8. febrúar, þegar þurfti að aðstoða fasta bíla í Geiradal. Geta því verið margir kílómetrar frá einu útkalli til annars.


Starf Björgunarsveitarinnar er unnið einungis í sjálfboðavinnu og væri ekki gerlegt nema með styrkjum frá samfélaginu. Viljum við vekja athygli á því að hægt er að styrkja sveitina með því að senda tölvupóst á:


 heimamenn@gmail.com eða með því að leggja beint inn á reikning okkar kt. 430781-0149 rk.nr. 0153-26-000781

Minnum einnig á facebook síðu Björgunarsveitarinnar hér

 

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31