Tenglar

6. nóvember 2015 |

Heimamenn selja Neyðarkallinn

Félagar í Björgunarsveitinni Heimamönnum í Reykhólahreppi ganga í hús á Reykhólum í dag og bjóða Neyðarkallinn 2015 til sölu. Síðan er ætlunin að fara með hann í sveitirnar á morgun. Jafnframt er hann til sölu í Hólabúð og á skrifstofu Reykhólahrepps.

 

Neyðarkallinn að þessu sinni er björgunarsveitarmaður með dekk og öxul. Þetta er í tíunda skipti sem Neyðarkall björgunarsveita er seldur, en salan á honum er ein af mikilvægustu fjáröflunarleiðum þeirra.

 

Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir landsmenn spennta að fá nýjan Neyðarkall, enda sé hann orðinn söfnunargripur hjá mörgum. „Við stígum sjaldan fram til að óska eftir stuðningi. Almenningur hefur hingað til tekið þessu átaki vel og ég hvet landsmenn til að taka vel á móti sjálfboðaliðum björgunarsveita og styrkja sína sveit til góðra verka, samfélaginu til heilla.“

 

Neyðarkallinn 2015 kostar 2.000 krónur.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31