Tenglar

28. desember 2013 | vefstjori@reykholar.is

Heimamenn voru að störfum í veðuráhlaupinu

Björgunarsveitarmenn að störfum. Af Facebooksíðu Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Björgunarsveitarmenn að störfum. Af Facebooksíðu Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Björgunarsveitir um land allt höfðu í nógu að snúast í veðuráhlaupinu mikla um jólahátíðina. Menn úr Björgunarsveitinni Heimamönnum í Reykhólahreppi voru á Þorláksmessukvöld og fram á morgun aðfangadags til aðstoðar mönnum frá Orkubúi Vestfjarða, bæði við að leita að bilunum á raflínum og skutla mönnum til og frá. Síðan fóru þeir á aðfangadag vestur á Klettsháls til hjálpar fólki sem þar sat fast í tveimur bílum.

 

Bílarnir voru skildir eftir á Klettshálsi en Heimamenn fóru með fólkið á móti bílum frá björgunarsveitunum á Barðaströnd og Tálknafirði.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31