Heimskir bjálfar hreppa völdin
Skipstjórinn fyrrverandi Gylfi Helgason hringdi í tilefni af árlegri saltkjötsveislu og bókmenntavöku Lions á Reykhólum annað kvöld - og jafnframt í ljósi þess að núna líður að kosningum. Auk saltkjötsins og baunanna verður samkoman að þessu sinni helguð skáldinu Guðmundi Arinbirni Jónssyni á Hyrningsstöðum við Berufjörð í Reykhólasveit. Gylfi fór með vísu úr kvæði eftir Guðmund - Gúnda, eins og hann var kallaður - og taldi að hún ætti við eins í dag og alla daga (slíkt er kallað klassík). Vísan er svona:
Svik og lygar saman tvinnast
svona fyrir kosningar,
heimskir bjálfar hreppa völdin,
heppnist hjá þeim lygarnar.
Gylliboð og glæstar vonir
glepja hugsjón lýðsins villt,
valdhafanna viskuleysi
virðist öllu geta spillt.
Við innanverðan Berufjörð í Reykhólasveit eru bæði Hyrningsstaðir, þar sem Gúndi átti heima, og Skáldstaðir. Gylfi segir að börnum í sveitinni hafi þótt undarlegt að skáldið skyldi ekki eiga heima á Skáldstöðum.
► Saltkjötið og bókmenntakynningin árvissa
Nína Erna Jóhannesdóttir, fstudagur 08 mars kl: 09:24
Flott skáld var hann Gúndi frændi. Væri gaman að geta verið með ykkur í kvöld