10. febrúar 2014 | vefstjori@reykholar.is
Heimsókn í Reykhólahrepp í opinni dagskrá á Stöð 2
Þátturinn Um land allt sem tekinn var upp í Reykhólahreppi verður sýndur kl. 19.20 annað kvöld, þriðjudagskvöld, í opinni dagskrá á Stöð 2. Þar beina þeir Kristján Már Unnarsson fréttamaður og Baldur Hrafnkell Jónsson kvikmyndatökumaður sjónum meðal annars að óvenjugóðri tímgun mannfólksins í hreppnum, ræða við oddvitann og sveitarstjórann og hitta bæði unga foreldra og börn og unglinga. Þeir heimsóttu leikskólann og grunnskólann og mynduðu fjöruga krakka í leik og námi. Jafnframt fjalla þeir um atvinnulífið, heimsækja nokkur fyrirtæki og heilsa upp á fólkið á Stað.