Tenglar

10. febrúar 2014 | vefstjori@reykholar.is

Heimsókn í Reykhólahrepp í opinni dagskrá á Stöð 2

Kristján Már Unnarsson fréttamaður. Ljósm. visir.is.
Kristján Már Unnarsson fréttamaður. Ljósm. visir.is.

Þátturinn Um land allt sem tekinn var upp í Reykhólahreppi verður sýndur kl. 19.20 annað kvöld, þriðjudagskvöld, í opinni dagskrá á Stöð 2. Þar beina þeir Kristján Már Unnarsson fréttamaður og Baldur Hrafnkell Jónsson kvikmyndatökumaður sjónum meðal annars að óvenjugóðri tímgun mannfólksins í hreppnum, ræða við oddvitann og sveitarstjórann og hitta bæði unga foreldra og börn og unglinga. Þeir heimsóttu leikskólann og grunnskólann og mynduðu fjöruga krakka í leik og námi. Jafnframt fjalla þeir um atvinnulífið, heimsækja nokkur fyrirtæki og heilsa upp á fólkið á Stað.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Mars 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31