Tenglar

1. júlí 2014 | vefstjori@reykholar.is

Heldur upp á fertugsafmælið með kræklingi og graut

Bergsveinn Reynisson á óræðum aldri.
Bergsveinn Reynisson á óræðum aldri.
1 af 2

Fyrir tíu árum (22. júní 2004) birtist svohljóðandi tilkynning í Bændablaðinu: Af óviðráðanlegum ástæðum er fertugsafmæli mínu frestað um óákveðinn tíma. Bergsveinn Reynisson. (Sjá mynd nr. 2). Núna áratug seinna finnst afmælisbarninu að varla sé hægt að fresta þessu öllu lengur, „því að svo mörgum var lofað almennilegri veislu á fertugsafmælinu og við loforð stendur maður, þ.e. ef maður er ekki í pólitík,“ segir afmælisbarnið, Bergsveinn Reynisson á Gróustöðum við Gilsfjörð.

 

Þess vegna hefur hann ákveðið að halda upp á fertugsafmælið sitt núna á laugardaginn, 5. júlí. Afmælishaldið verður í hinum mörgu vistarverum í húsi föður hans, það er að segja í gömlu búðinni við sjóinn í Króksfjarðarnesi, og hefst klukkan sex síðdegis. Öllum vinum og vandamönnum nær og fjær er velkomið að mæta og gleðjast með afmælisbarninu. Í boði verður t.d. kræklingur og rabarbaragrautur frá Erlu í Mýratungu með rjóma frá Stefáni á Gróustöðum.

 

Lofræður um gamla manninn eru vel þegnar, en þó með því skilyrði að í þeim verði kveðskapur, sem þarf þó ekki að vera frumsaminn heldur fremur að lýsa mannkostum hans og ágæti.

 

Úr því að þetta mál er loksins loksins loksins komið á rekspöl, þá er aldrei að vita nema Bergsveinn haldi síðan upp á fimmtugsafmælið innan tíðar og jafnvel sextugsafmælið líka með haustinu.

 

Athugasemdir

Gulla á Gróustöðum, mivikudagur 02 jl kl: 13:51

ATHUGIÐ! Hitastigið í verbúðinni er yfirleitt það sama og utandyra, mætið vel klædd!

P.s. já, þetta á að vera 5.júlí en ekki júní.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31