Helgarnámskeið í Ólafsdal í grjót- og torfhleðslu
Ólafsdalsfélagið gengst helgina 3.-4. sept. fyrir námskeiði í grjót- og torfhleðslu, sem eins og vænta má verður haldið í Ólafsdal við Gilsfjörð. Það er ætlað öllum sem áhuga hafa á handverki af þessu tagi, hleðslum, byggingarlist eða garðaskipulagi. Í Ólafsdalsskólanum fyrrum voru hlaðnir umfangsmiklir grjótgarðar um tún en einnig lá falleg hlaðin tröð heim að húsunum. Á námskeiðinu verða hlaðnir nýir veggir en einnig sýnd handtök við endurhleðslu gamalla garða.
Fjöldi kennslustunda er sextán, átta hvorn dag. Námskeiðsgjald er kr. 25.000. Kostnaður vegna gistingar og fæðis ekki innifalinn. Leiðbeinandi verður Ari Jóhannesson hleðslumaður og honum til aðstoðar Grétar Jónsson.
Nánari upplýsingar og skráning í netfanginu olafsdalur@gmail.com. Vinsamlegast skráið nafn, kennitölu, heimilisfang, síma og netfang og nafn námskeiðs. Nánari upplýsingar í síma 896 1930.
Námskeiðið er haldið í samstarfi við Vaxtarsamning Vesturlands, Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Slow Food Reykjavík, félagið Matur-saga-menning, Þörungaverksmiðjuna á Reykhólum, Þjóðfræðistofu, Reykhólahrepp og Dalabyggð.