5. september 2010 |
Helgihald á Reykhólum
Helgistund verður á Dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum kl. 14.30 í dag, sunnudag. Tekið skal fram að allir eru velkomnir þangað - þessar helgistundir eru ekki eingöngu fyrir heimilisfólk. Í kvöld kl. 20 verður síðan messa í Reykhólakirkju. Undirleikari og kórstjóri er Viðar Guðmundsson. Kór Reykhólaprestakalls leiðir sönginn. Prestur er sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir.