Helgihald í Reykhólaprestakalli
Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir sóknarprestur syngur messur á ýmsum stöðum í prestakalli sínu núna um hátíðarnar, eins og fram kemur hér fyrir neðan. Á föstudaginn langa flytur hún erindi í Reykhólakirkju um séra Hallgrím Pétursson og skáldskap hans og Jóhannes Geir Gíslason í Skáleyjum les valda Passíusálma. Á páskadag verður sr. Elína með lokasamveru sunnudagaskólabarna í kirkjunni á Reykhólum.
Skírdagur
Garpsdalskirkja kl. 20: Taizemessa með altarisgöngu.
Föstudagurinn langi
Reykhólakirkja kl. 14: Sr. Elína Hrund flytur erindi um Hallgrím Pétursson og skáldskap hans. Jóhannes Geir Gíslason les valda Passíusálma.
Páskadagur
Lokasamvera Sunnudagaskóla Reykhólaprestakalls í Reykhólakirkju kl. 13.
Annar dagur páska
Guðsþjónustur:
Reykhólakirkja kl. 13.30.
Dvalarheimilið Barmahlíð kl. 14.30.
Staðarhólskirkja kl. 16. Vöfflukaffi í Tjarnarlundi eftir messu.
Organisti er Viðar Guðmundsson og kór Reykhólaprestakalls syngur.
► Heimasíða Reykhólaprestakalls