Helgihald í Reykhólaprestakalli
Sr. Jóhanna I. Sigmarsdóttir sóknarprestur á Reykhólum fer víða um prestakall sitt í tilefni jólanna. Hátíðarguðsþjónustur verða í Gufudal, á Reykhólum, í Garpsdal, á Staðarhóli í Saurbæ og á Skarði á Skarðsströnd og helgistund verður í Barmahlíð á Reykhólum.
Annar jóladagur, 26. desember
Gufudalskirkja
Hátíðarguðsþjónusta kl. 13.
Almennur safnaðarsöngur.
Undirleikur Jóhanna Ösp Einarsdóttir.
Reykhólakirkja
Hátíðarguðsþjónusta kl. 15.
Organisti Viðar Guðmundsson.
Kór Reykhólaprestakalls.
Garpsdalskirkja
Hátíðarguðsþjónusta kl. 17.
Organisti Viðar Guðmundsson.
Kór Reykhólaprestakalls.
Sunnudagur 27. desember
Staðarhólskirkja
Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.
Organisti Viðar Guðmundsson.
Kór Reykhólaprestakalls.
Skarðskirkja
Hátíðarguðsþjónusta kl. 16.
Organisti Viðar Guðmundsson.
Kór Reykhólaprestakalls.
Mánudagur 28. desember
Dvalarheimilið Barmahlíð
Jólahelgistund kl. 14.30.