23. mars 2016 |
Helgihald í dymbilviku og um páska
Úr Garpsdalskirkju / hþm.
Reykhólakirkja / hþm.
Staðarhólskirkja / hþm.
Sr. Hildur Björk Hörpudóttir sóknarprestur embættar á þremur stöðum í prestakalli sínu um hátíðarnar. Messa með altarisgöngu verður í Garpsdal kl. 20 á morgun, skírdag, hátíðarmessa á Reykhólum kl. 11 að morgni páskadags, og messa á Staðarhóli kl. 16 annan dag páska.
Umsjónarmaður vefjarins, fimmtudagur 24 mars kl: 07:01
Árétting: Einhver meinloka varð til þess að hér var fyrst sagt að hátíðarmessan á Reykhólum yrði á föstudaginn langa. Það rétta er, að hún verður á páskadag.