12. mars 2010 |
Helgihald og mömmumorgnar á Reykhólum
Helgistund verður í Barmahlíð á Reykhólum kl. 14.30 á sunnudag. Um kvöldið eða kl. 20.30 verður síðan „léttmessa" í kirkjunni þar sem kór Reykhólaprestakalls og hópur ungmenna leiða sönginn. Fermingarbörn prestakallsins taka þátt í athöfninni. Organisti er Svavar Sigurðsson en hristur, trommur og gítarar koma líka við sögu. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað kl. 11 um morguninn. Mömmumorgnar hefjast að nýju fimmtudaginn 18. mars kl. 10.30 á prestssetrinu á Reykhólum.
Fylgist með fréttum af kirkjustarfinu á vefsíðu Reykhólaprestakalls: http://kirkjan.is/reykholar/