Tenglar

22. desember 2014 |

Helgihald um jólin í Reykhólaprestakalli

Reykhólakirkja / hþm.
Reykhólakirkja / hþm.

Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir sóknarprestur á Reykhólum verður með guðsþjónustur víða í prestakalli sínu um jólin, allt vestan frá Gufudal og suður á Skarð á Skarðsströnd. Organisti er Viðar Guðmundsson og félagar í kór Reykhólaprestakalls syngja. Dagskráin um jólin er á þessa leið:

 

 

Aðfangadagur

  • Hátíðarhelgistund barnanna í Reykhólakirkju kl. 14
  • Hátíðarhelgistund í Barmahlíð kl. 16

 

Annar í jólum, 26. desember

  • Hátíðarmessa í Reykhólakirkju kl. 13
  • Hátíðarmessa í Gufudalskirkju kl.15
  • Hátíðarmessa í Garpsdalskirkju kl. 17

 

Þriðji í jólum, 27. desember

  • Hátíðarmessa í Staðarhólskirkju kl. 13
  • Hátíðarmessa í Skarðskirkju kl. 15

 

Þó að veðurspár verði smám saman traustari er ekki alltaf á vísan að róa þegar spáð er marga daga fram í tímann. Á skammri stundu skipast veður í lofti; óvíða í heiminum eru það frekar orð að sönnu en á Íslandi. Verði messufall vegna veðurs eða færðar einhvers staðar í prestakallinu um jólin verður það tilkynnt hér á vefnum jafnskjótt og það liggur fyrir.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31