Tenglar

26. nóvember 2009 |

Helmingi minna fé til vegaframkvæmda en ætlað var

Vestfjarðavegur 60 í Vatnsfirði. Ljósm. Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar.
Vestfjarðavegur 60 í Vatnsfirði. Ljósm. Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar.
Rúmlega helmingi minna fjármagn fer í vegabætur á Vestfjarðavegi 60 en gert er ráð fyrir á samgönguáætlun áranna 2007 til 2010. Í svari samgönguráðherra við fyrirspurn Eyrúnar Ingibjargar Sigþórsdóttur á Alþingi um framkvæmdir á Vestfjarðavegi 60 kemur fram, að á samgönguáætlun 2007 til 2010 voru 4.230 milljónir áætlaðar til framkvæmda við veginn en ætla má að um 2.062 milljónum króna verði varið til hans á tímabilinu.

Á undanförnum tveimur árum hafa sjö verk verið boðin út á Vestfjarðavegi. Sex þeirra er lokið og eitt er í vinnslu. Alls var varið til þessara sex verka 1.328 milljónum króna og áætlað er að verk það sem er í vinnslu, þ.e. Kjálkafjörður - Vatnsfjörður, kosti 734 milljónir króna, en því verki á að ljúka á næsta hausti.

 

Stærstu verkin sem áætlað var að hefja vinnu við en útlit er fyrir að frestist fram yfir 2010 eru kaflinn frá Gröf að Skálanesi og Dýrafjarðargöng. Þá er ekki ljóst hvenær unnt verður að bjóða út kaflann milli Kjálkafjarðar og Vattarfjarðar en þar er nú beðið úrskurðar umhverfisráðherra um matsskyldu. Frá þessu greinir á vefnum bb.is á Ísafirði.

 

Svar samgönguráðherra á Alþingi

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31