Helstu upplýsingar um vinnuskólann í sumar
Vinnuskóli Reykhólahrepps starfar að þessu sinni frá 4. júní til 20. júlí. Unnið verður í tveimur lotum með vikuhléi á milli. Fyrri lotan verður 4.-22. júní og seinni lotan 2.-20. júlí. Flokksstjóri verður Jón Þór Kjartansson. Rétt til starfa hafa ungmenni fædd 1996-1999, nemendur í Reykhólaskóla skólaárið 2011-2012. Hámarksfjöldi nemenda verður 10. Helstu verkefni verða sem fyrr garðsláttur og hreinsun opinna svæða, svo og lítils háttar viðhaldsverkefni og annað tilfallandi. Gert er ráð fyrir að 15 ára og eldri vinni með vélorf og erfiðari störf.
Umsóknareyðublað til útprentunar ásamt starfsreglum er að finna hér. Jafnframt fást þessi gögn á skrifstofu Reykhólahrepps. Hægt er að skila umsóknum á skrifstofuna eða senda á reykholar@reykholar.is. Umsóknarfrestur er til 31. maí. Athugið, að foreldri eða forráðamaður þarf að undirrita umsóknina. Nánari upplýsingar í síma 434 7880.
Vinsemd og virðing eru höfð að leiðarljósi í vinnuskólanum.
Launataxtar:
13 ára - fædd 1999 - kr. 475 á klst.
14 ára - fædd 1998 - kr. 547 á klst.
15 ára - fædd 1997 - kr. 626 á klst.
16 ára - fædd 1996 - kr. 758 á klst.
Vinnutími:
6 stundir á dag, kl. 9-12 og 13-15.