Tenglar

30. apríl 2016 |

Heppilegt að lengja mjaltaskeiðið?

Vísindamenn við háskólann í Árósum hafa birt bráðabirgðauppgjör rannsóknar sinnar á hagkvæmni þess að lengja mjaltaskeið kúnna úr hinum algengu 12-13 mánuðum í 15 eða 17 mánuði. Í ljós kom að það getur haft jákvæð áhrif á búreksturinn að halda kúnum heldur sjaldnar en gert er í dag, séu allar forsendur réttar fyrir slíkri ákvörðun. Vissulega gerist það að afurðasemi kúnna fellur eftir því sem á líður. Á móti kemur sparnaður í fóðri og dýralæknakostnaði og vegna minni frjósemisvandamála.

 

Í útreikningum vísindamannanna er komið inn á öll helstu atriði sem lúta að lengingu mjaltaskeiðs, eins og minni heildarframleiðsla búsins á kjöti og fleiri slík atriði, en niðurstaðan er nokkuð skýr í þá átt, að mestur reiknaður hagnaður verður ef mjaltaskeiðslengdin er 15 mánuðir að jafnaði.

 

Rétt er að minna aftur á, að um bráðabirgðaútreikninga er að ræða, en vissulega einkar áhugavert, og væri fróðlegt að fá sambærilega athugun gerða hér á landi.

 

Landssamband kúabænda

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31