Tenglar

29. júní 2018 | Sveinn Ragnarsson

Heppinn hvalur

Hvort er hvalurinn lítill eða Brynjólfur stór?
Hvort er hvalurinn lítill eða Brynjólfur stór?
1 af 4

Í gærkvöldi gekk ferðafólk fram á hval í fjörunni í Þorskafirðinum, innan til við minnisvarðann um Matthías Jochumsson. Að öllum líkindum var þetta háhyrningskálfur, sem einhverra hluta vegna hafði álpast of grunnt og komst ekki til baka og lá þarna ósjálfbjarga, en hann var lifandi.


Haft var samband við lögreglu, en nokkuð langt er á næstu lögreglustöð á Hólmavík, liðlega 50 km.


Staðkunnug kona sem kom þarna að, Pálína Pálsdóttir í Múla, hringdi í frænda sinn Brynjólf Smárason sem kom um hæl ásamt Ólafi bróður sínum og komu þeir hvalnum á flot með lítilli fyrirhöfn, því þó hvalir séu í hugum flestra stórar skepnur, þá var þessi ekki búinn að ná því.


Meðfylgjandi myndir tók Ólafur Smárason.

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31