22. nóvember 2014 | vefstjori@reykholar.is
Hér má sjá sjónvarpsþáttinn um Kvígindisfjörð
Á þriðjudag var sýndur á Stöð 2 þáttur í röðinni „Um land allt“ sem tekinn var upp í Kvígindisfirði í Múlahreppi hinum gamla í sumar. Hann bar yfirskriftina Ættaróðal í Kvígindisfirði og kynningin var á þessa leið: Kvígindisfjörður á sunnanverðum Vestfjörðum hefur verið skráð eyðijörð frá árinu 1965. Samt hafa þar risið fimm ný hús. Eigendur, átta systkin, öll fædd þar og uppalin, hafa í sameiningu byggt upp ættaróðal, sem nýtt er í frístundum.
Í þættinum „Um land allt“ fjallar Kristján Már Unnarsson um mannlíf í Kvígindisfirði fyrr og nú. Baldur Hrafnkell Jónsson kvikmyndaði.
Þátturinn er rétt tæpur hálftími á lengd. Hann má sjá með því að smella hér.