Tenglar

3. október 2011 |

Héraðsdýralæknir í hinu nýja Vesturumdæmi

Flora-Josephine (Josie).
Flora-Josephine (Josie).
1 af 2

Flora-Josephine Hagen Liste dýralæknir (jafnan kölluð Josie) hefur verið ráðin héraðsdýralæknir í Vesturumdæmi, sem nær yfir Vestfirði og svæðið allt suður í Hvalfjarðarbotn samkvæmt nýrri umdæmaskipan sem tekur gildi 1. nóvember (sjá kortið á mynd nr. 2). Héraðsdýralæknir mun eingöngu sinna eftirliti og má ekki sinna almennri dýralæknaþjónustu. Nokkur undanfarin ár hefur Josie verið héraðsdýralæknir í Dalaumdæmi (Dalabyggð og Reykhólahreppur) ásamt Hjalta Viðarssyni eiginmanni sínum. Þau eru búsett í Búðardal.

 

Áður starfaði Josie á Dýralækningastofu Helgu Finnsdóttur í Reykjavík eftir að hún fluttist til Íslands frá Noregi haustið 2006.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31