3. maí 2014 | vefstjori@reykholar.is
Héraðsmót í brids í Trékyllisvík
Héraðsmót í brids (HSS tvímenningur) var haldið í Félagsheimilinu í Trékyllisvík 1. maí, og fór þá hópur úr Bridgefélagi Hólmavíkur sína árlegu ferð norður í Árneshrepp. Spilað var á fimm borðum. Að sögn eins spilaranna, Eyvindar Magnússonar á Reykhólum, voru veitingar og móttökur með afbrigðum góðar að vanda. Efstu þrjú pörin:
- Vignir Pálsson Hólmavík og Guðbrandur Björnsson Smáhömrum 150 stig.
- Maríus Kárason Hólmavík og Ólafur Gunnarsson Þurranesi 134 stig.
- Eyvindur Magnússon Reykhólum og Jón Stefánsson Broddanesi 130 stig.