Tenglar

3. maí 2014 | vefstjori@reykholar.is

Héraðsmót í brids í Trékyllisvík

Efstu þrjú pörin: Jón, Eyvindur, Vignir, Guðbrandur, Ólafur, Maríus. Ljósm. Litlihjalli.is / Ingimundur Pálsson.
Efstu þrjú pörin: Jón, Eyvindur, Vignir, Guðbrandur, Ólafur, Maríus. Ljósm. Litlihjalli.is / Ingimundur Pálsson.

Héraðsmót í brids (HSS tvímenningur) var haldið í Félagsheimilinu í Trékyllisvík 1. maí, og fór þá hópur úr Bridgefélagi Hólmavíkur sína árlegu ferð norður í Árneshrepp. Spilað var á fimm borðum. Að sögn eins spilaranna, Eyvindar Magnússonar á Reykhólum, voru veitingar og móttökur með afbrigðum góðar að vanda. Efstu þrjú pörin:

  1. Vignir Pálsson Hólmavík og Guðbrandur Björnsson Smáhömrum 150 stig.
  2. Maríus Kárason Hólmavík og Ólafur Gunnarsson Þurranesi 134 stig.
  3. Eyvindur Magnússon Reykhólum og Jón Stefánsson Broddanesi 130 stig.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31